GÆG - Thomas Huber & Wolfgang Aichner Sýningarstjórn – Dr. Christian Schoen Hugmynd að einnar viku listaverkefni Staðsetning og tími: Vatnajökull, September 2013
Í aðgerðinni og innsetningunni powerwalk munu listamennirnir Thomas Huber og Wolfgang Aichner leggja af stað í vikulanga ferð og um leið þjóna sem mannlegar orkustöðvar á Vatnajökli, stærsta jökli Evrópu. Í þessari ferð sem reyna mun á líkama og sál munu þeir ganga með vindrafstöðvar sem framleiða á afl áts rafmagn úr orku vindsins. Raforkan sem unnin er með þessum hætti verður geymd í sérstökum rafgeymum og myndar þannig hina listrænu uppskeru verkefnisins.
Vinnsla orkunnar og nýting hennar fer fram í tveimur liðum. Segja má að allt verkefnið eigi skylt við myndhverfi ngu. Með verkefninu powerwalk gera listamennirnir fáránlega mynd að veruleika, sem endurspeglar kapphlaup Vesturlanda um auðlindir og orku - sem og samfélagið sem leggur áherslu á skilvirkni, gróða og afþreyingu. Þessari aðgerð verður gerð skil á ljósmyndum og að lokum verður efnið sem safnst sett saman í heimildarmynd. Einnig verður safnað efni sem sýnt verður að henni lokinni.
Hleðslan
Hinar eiginlegu orkustöðvar eru gerðar úr tveimur rafölum og möstrum sem verða útbúin þannig að hægt er að bera þau á bakinu. Þar að auki munu listamennirnir þurfa að flytja með sér hluti eins og tjald, svefnpoka mat og rafhlöður sem stöðvarnar munu sjá um að hlaða á meðan á þessari vikulöngu ferð stendur.
Kvikmyndatökufólk mun vera í grunnbúðunum við Jökulheima og fylgjast með uppgöngu þátttakendanna á jökulinn. Listamennirnir munu sjálfir safna nokkru af myndefni á eigin myndavélar sem festar verða við hjálma þeirra. Hinn daglegi árangur sem mældur er í fjölda kílómetra, hækkun, meðalbrennslu í kaloríum verður skráður samviskusamlega ásamt upplýsingum hita, vindhraða, veður og orkuna sem unnin verður, Allar þessar upplýsingar verða birtar á netinu og unnið verður úr gögnunum með aðferðum leikmanna og áhugamanna.
Notkun rafmagnsins
Orkan sem unnin verður á jöklinum og geymd á rafhlöðum flytja listamennirnir með sér til Þýskalands. Þar verður hún notuð til þess að knýja tvær þvottavélar sem þvo óhrein ferðaföt listamannanna. Þvottur fatanna verður tekinn upp á mynd í rauntíma, en aðeins svo lengi sem rafmagnið endist. Lengd þessarar kvikmyndar mun ráða lengd seinni kvikmyndarinnar sem gerð verður um ferðina sjálfa. Báðar kvikmyndirnar - ásamt sýningargripunum (vindrafstöðvunum og ferðafötunum), skrásettum upplýsingum um ferðina og ljósmyndum eru þau sýningaratriði sem verða í miðpunkti yfirlitsýningar að ferðinni lokinni.
Kvikmyndirnar tvær verða jafnlangar og á sýningunni verða þær sýndar og settar í samhengi við hvor aðra. Það þýðir að önnur kvikmyndin hefst á brottför úr grunnbúðunum við sporð skriðjökulsins og hin myndin hefst þegar óhreini þvotturinn er settur í þvottavélarnar.
Sem viðbót við sýninguna og kvikmyndina sem sýnd verður á henni verður einnig gerð heimildamynd um allt verkefnið sem vonast er til að sýnd verði á kvikmyndahátíðum og að því loknu seld á DVD diskum. Auk rafgeymanna sem notaðir verða til að knýja þvottavélarnar munu listamennirnir flytja með sér tíu minni rafhlöður sem hlaðnar verða á nóttunni. Þessar rafhlöður verða síðan boðnar til sölu ásamt ljósmynd af gjörningnum á Íslandi undir yfirskriftinni "listamannaorka".
Leiðin
Í október árið 1988 reyndu listamennirnir Thomas Huber og Wolfgang Aichner að ganga yfi r Vatnajökul. Við Grímsvötn lentu þeir í óveðri þegar leifar fellibylsins Gilberts settu strik í reikninginn. Þeir félagarnir sátu þar fastir í 2 1/2 viku og urðu að segja ferð sinni lokið - í bili. Ekki mátti miklu muna að ferðin hefði endað með ósköpum.
Á powerwalk munu listamennirnir ljúka göngunni sem gert var hlé á fyrir 25 árum. Þeir munu ganga þá leið sem aldrei var farin - frá jökulröndinni við Tungnaárjökul til skála Jöklarannsóknafélagsins við Grímsvötn. Þetta er um 60 km leið yfi r jökulhjarn. Eins og árið 1988 munu listamennirnir hafa með á göngu sinni nauðsynlegan búnað til fjalla- og jöklaferða. Með göngunni munu þeir einnig vinna úr eigin lífsreynslu sem markaði spor í huga þeirra. Leiðin liggur frá skálanum í Jökulheimum (679 m hæð) um 15 km í norðaustur að upptökum Tungnaár. Þaðan u.þ.b. 2 km í norður til Kerlinga. Að því loknu verður farið um ísbreiðu Vatnajökuls til austurs, u.þ.b. 45 km að skála Jöklarannsóknafélagsins á Grimsfjalli (1.724 m hæð). Eftir eins til tveggja daga hvíld í skálanum verður haldið til baka sömu leið.
GÆG - global aesthetic genetics
Skammstöfunin GÆG er yfirskrift samstarfs listamannanna beggja. Bókstafurinn Æ sem er hluti af íslenska stafrófinu vísar til óveðursins á Vatnajökli árið 1988 sem þeir upplifðu. Þessi lífsreynsla á Vatnajökli batt listamennina traustum böndum, fyrst sem vini, en síðar sem listamenn. Árið 2005 sýndu Thomas Huber og Wolfgang Aichner verkið tilia inflata. Verkið vísaði til umræðunnar í Þýskalandi um erfðabreytingar og erfðatækni og var fyrsta verk þeirra sem sýnt var opinberlega. Verk þeirra passage2011 var framlag Þýskalands til Tvíæringsins í Feneyjum árið 2011. Segja má að passage2011 hafi verið fyrsta verk listamannanna sem vakti athygli í hinum þýska listaheimi. Nánari upplýsingar um samvinnu listamannanna og verk þeirra á www.gaeg.net.
Thomas Huber
lærði í málaradeild listaháskólans í München hjá prófessor Horst Sauerbruch. Árið 1993 hóf hann röð af landslagsverkefnum sem unnin voru á Íslandi, Grænlandi og í Finnlandi. Verkefnið Goðaferðin var unnið á Íslandi árið 1993 og var afrakstur þess sýndur í Gerðarsafni ári síðar.
Verkefnið Spor fór fram á hálendi Íslands árið 2005. Málaralist er útgangspunktur hans í listrænni sköpun sem nær einnig til skúlptúra, innsetninga og margmiðlunar. www.thomashuber.org
Wolfgang Aichner
Að loknu námi í arkitektúr í München lærði hann við listadeild University of East London. Þá fékk hann styrk frá Pollock-Krasner stofnuninni í New York og starfaði í eitt ár í Dublin
Á árunum frá 1997 til 2008 kenndi hann við þrjá háskóla. Árið 2007 sýndi Wolfgang Aichner innsetninguna Screen II / modine á listahátíðinni Sequences í Reykjavík. www.wolfgang-aichner.de